Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 15:17 Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun