Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 13:52 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að bæta við nafninu Aftur. Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna. Mannanöfn Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna.
Mannanöfn Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira