Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar 26. febrúar 2025 12:45 Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun