Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar