Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 07:00 Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun