Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 26. febrúar 2025 08:00 „Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“ Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil. Egill var grjótharður Sjálfstæðismaður alla tíð en með óvenjulegan bakgrunn. Hann var ódæmigerður Sjálfstæðismaður, en mikill fengur fyrir flokkinn. En hvað fær manneskju til að ná svona vel til fólks með jafn ólíkar skoðanir og lífsviðhorf og hún sjálf? Einlægur áhugi á fólki Það sem skiptir máli svo að fólki finnist það tilheyra, vera hluti af einhverju, er að því sé sýndur einlægur áhugi á lífi þess og persónu. Dómharka og eigin viðhorf eru lögð til hliðar í samtali en í staðinn er viðmælendum sýnd virðing og áhugi. Þannig upplifir fólk ánægju með sjálft sig eins og það er. Það fær samþykki fyrir því að vera eins og það er og þannig komast gildi viðkomandi raunverulega til skila, þar sem viðkomandi er ekki að reyna að þóknast viðmælanda sínum. Skilningur og samkennd Í samtalinu er ekki hlustað og gefin endurgjöf heldur er hlustað af áhuga og sýnd samkennd. Endurgjöf eða ráðleggingar eru gefnar, ef óskað er eftir því. Vilji til góðra verka Þegar ágreiningur kemur upp er reynt að finna flöt á máli sem allir geta sætt sig við. Stundum þarf að taka af skarið með erfiðar ákvarðanir er varða lög, réttlæti og/eða almannahag. Ég er ekki svo ólík Agli mínum að því leyti að fólki finnst ég gjarnan vera í „röngum flokki“. Ég deili þó grunngildum með flokknum og trúi á að stefna hans muni leiða þjóðina til meiri farsældar. Ég er ekki hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður en í flokknum þurfa líka að vera ódæmigerðir sjálfstæðismenn. Flokkurinn þarf að halda áfram að taka vel á móti öllu því fólki sem hefur trú á stefnunni, sama hvaðan það kemur. Lukka flokksins Í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins eru nú tvær afar frambærilega konur. Báðar eru þær virkilega duglegar, ákveðnar og klárar konur. Þær hafa báðar sína kosti og búa báðar yfir miklum leiðtogahæfileikum. En nú stendur flokkurinn á krossgötum. Landsfundarfulltrúar þurfa að velja sér formann sem þykir líklegastur til að ná að sameina flokkinn aftur. Stuðla að virkni innan flokksins og samvinnu þeirra sem tilheyra grasrótinni. Bjóða hið ódæmigerða Sjálfstæðisfólk aftur velkomið í starfið, því annars heldur flokkurinn bara áfram að minnka. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur góða reynslu af því að sameina fólk úr ólíkum áttum. Hún býr yfir þessum mannkostum sem ég taldi upp hér að ofan sem eru afar verðmætir í samskiptum sem eru jú grunnurinn að góðum árangri. Hún kemur inn í átök sem gerjast hafa í flokknum í áratugi, án þess að tilheyra öðrum hvorum arminum. Ég tel að slíkur aðili sé bjartasta von flokksins til að sameinast á ný. Höfundur er ljósmóðir og f.v. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“ Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil. Egill var grjótharður Sjálfstæðismaður alla tíð en með óvenjulegan bakgrunn. Hann var ódæmigerður Sjálfstæðismaður, en mikill fengur fyrir flokkinn. En hvað fær manneskju til að ná svona vel til fólks með jafn ólíkar skoðanir og lífsviðhorf og hún sjálf? Einlægur áhugi á fólki Það sem skiptir máli svo að fólki finnist það tilheyra, vera hluti af einhverju, er að því sé sýndur einlægur áhugi á lífi þess og persónu. Dómharka og eigin viðhorf eru lögð til hliðar í samtali en í staðinn er viðmælendum sýnd virðing og áhugi. Þannig upplifir fólk ánægju með sjálft sig eins og það er. Það fær samþykki fyrir því að vera eins og það er og þannig komast gildi viðkomandi raunverulega til skila, þar sem viðkomandi er ekki að reyna að þóknast viðmælanda sínum. Skilningur og samkennd Í samtalinu er ekki hlustað og gefin endurgjöf heldur er hlustað af áhuga og sýnd samkennd. Endurgjöf eða ráðleggingar eru gefnar, ef óskað er eftir því. Vilji til góðra verka Þegar ágreiningur kemur upp er reynt að finna flöt á máli sem allir geta sætt sig við. Stundum þarf að taka af skarið með erfiðar ákvarðanir er varða lög, réttlæti og/eða almannahag. Ég er ekki svo ólík Agli mínum að því leyti að fólki finnst ég gjarnan vera í „röngum flokki“. Ég deili þó grunngildum með flokknum og trúi á að stefna hans muni leiða þjóðina til meiri farsældar. Ég er ekki hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður en í flokknum þurfa líka að vera ódæmigerðir sjálfstæðismenn. Flokkurinn þarf að halda áfram að taka vel á móti öllu því fólki sem hefur trú á stefnunni, sama hvaðan það kemur. Lukka flokksins Í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins eru nú tvær afar frambærilega konur. Báðar eru þær virkilega duglegar, ákveðnar og klárar konur. Þær hafa báðar sína kosti og búa báðar yfir miklum leiðtogahæfileikum. En nú stendur flokkurinn á krossgötum. Landsfundarfulltrúar þurfa að velja sér formann sem þykir líklegastur til að ná að sameina flokkinn aftur. Stuðla að virkni innan flokksins og samvinnu þeirra sem tilheyra grasrótinni. Bjóða hið ódæmigerða Sjálfstæðisfólk aftur velkomið í starfið, því annars heldur flokkurinn bara áfram að minnka. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur góða reynslu af því að sameina fólk úr ólíkum áttum. Hún býr yfir þessum mannkostum sem ég taldi upp hér að ofan sem eru afar verðmætir í samskiptum sem eru jú grunnurinn að góðum árangri. Hún kemur inn í átök sem gerjast hafa í flokknum í áratugi, án þess að tilheyra öðrum hvorum arminum. Ég tel að slíkur aðili sé bjartasta von flokksins til að sameinast á ný. Höfundur er ljósmóðir og f.v. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun