„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Aron Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 12:03 Martin Hermannsson segir unnustu sína, Önnu Maríu, klettinn í fjölskyldunni en þau búa í fjarbúð þessa mánuðina. Martin úti í Þýskalandi á meðan að Anna og synir þeirra tveir eru hér heima á Íslandi Vísir/Samsett mynd Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. Martin er kominn á fullt aftur innan vallar og sýndi vel hvað í sér býr á dögunum í Laugardalshöllinni í fræknum sigri á Tyrkjum sem gulltryggði EM sætið. Frábær heimkoma þar sem að Martin náði ekki bara að leika listir sínar með íslenska landsliðinu, heldur einnig að heimsækja fjölskyldu sína. Martin og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, ákváðu að hún skyldi flytja hingað til lands með syni þeirra tvo og á meðan einbeitir Martin sér að því að koma sér í besta mögulega standið úti í Þýskalandi og það getur tekið á. „Þetta er rosalega upp og niður. Auðvitað er rosalega erfitt að vera frá fjölskyldunni. Erfitt að vera í öllum þessum myndsímtölum. Sér í lagi upp á yngri son minn að gera, hann er að verða eins árs í næsta mánuði og á þessu tímabili ævinnar er hver dagur öðruvísi,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Það er erfitt oft á tíðum en á sama tíma ákváðum við konan að gera þetta svona í ár. Bara svo ég gæti líka verið að einbeita mér að líkamanum og reyna koma í mér besta stand sem völ er á.“ Og ljóst hversu mikið Martin reiðir sig á sína konu. „Hún er náttúrulega búin að vera algjör klettur í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert það sem hún er að gera. Að vera ein með tvö börn og halda geðheilsu. Hún er kletturinn í okkar fjölskyldu og ég á henni mjög margt að þakka. Það var líka falleg stund að hafa þau öll á leiknum, knúsast eftir leik og að vera saman. Lífið sem atvinnumaður er upp og niður. Þetta er ekkert alltaf dans á rósum en gott á margan hátt. Svona er þetta núna. Þau eru hérna heima á Íslandi og eldri sonurinn elskar það að vera í íþróttum og skólanum hér. Á sama tíma fær konan allt það bakland sem hún þarf. Auðvitað er það líka gott á þann hátt en oft erfitt að vera í burtu. Það er ekkert launungarmál.“ Íslendingar erlendis Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Martin er kominn á fullt aftur innan vallar og sýndi vel hvað í sér býr á dögunum í Laugardalshöllinni í fræknum sigri á Tyrkjum sem gulltryggði EM sætið. Frábær heimkoma þar sem að Martin náði ekki bara að leika listir sínar með íslenska landsliðinu, heldur einnig að heimsækja fjölskyldu sína. Martin og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, ákváðu að hún skyldi flytja hingað til lands með syni þeirra tvo og á meðan einbeitir Martin sér að því að koma sér í besta mögulega standið úti í Þýskalandi og það getur tekið á. „Þetta er rosalega upp og niður. Auðvitað er rosalega erfitt að vera frá fjölskyldunni. Erfitt að vera í öllum þessum myndsímtölum. Sér í lagi upp á yngri son minn að gera, hann er að verða eins árs í næsta mánuði og á þessu tímabili ævinnar er hver dagur öðruvísi,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Það er erfitt oft á tíðum en á sama tíma ákváðum við konan að gera þetta svona í ár. Bara svo ég gæti líka verið að einbeita mér að líkamanum og reyna koma í mér besta stand sem völ er á.“ Og ljóst hversu mikið Martin reiðir sig á sína konu. „Hún er náttúrulega búin að vera algjör klettur í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert það sem hún er að gera. Að vera ein með tvö börn og halda geðheilsu. Hún er kletturinn í okkar fjölskyldu og ég á henni mjög margt að þakka. Það var líka falleg stund að hafa þau öll á leiknum, knúsast eftir leik og að vera saman. Lífið sem atvinnumaður er upp og niður. Þetta er ekkert alltaf dans á rósum en gott á margan hátt. Svona er þetta núna. Þau eru hérna heima á Íslandi og eldri sonurinn elskar það að vera í íþróttum og skólanum hér. Á sama tíma fær konan allt það bakland sem hún þarf. Auðvitað er það líka gott á þann hátt en oft erfitt að vera í burtu. Það er ekkert launungarmál.“
Íslendingar erlendis Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00