Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo og Elvar Örn Friðriksson skrifa 25. febrúar 2025 07:01 Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun