Valdi dauða með aftökusveit Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 21:50 Brad Sigmon vildi ekki láta taka sig af lífi með lyfjum, eftir að þrjár síðustu slíku aftökur Suður-Karólínu tóku rúmlega tuttugu mínútur. NTB-AP og Getty Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira