Valdi dauða með aftökusveit Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 21:50 Brad Sigmon vildi ekki láta taka sig af lífi með lyfjum, eftir að þrjár síðustu slíku aftökur Suður-Karólínu tóku rúmlega tuttugu mínútur. NTB-AP og Getty Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira