Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 11:38 Bergljót lenti í stympingum við annan ræningjann. Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán. „Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan: Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan:
Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira