Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:32 Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Lille í frönsku deildinni en því hafði Íslendingur ekki náð í þessari deild í meira en fjörutíu ár eða síðan Teitur Þórðarson gerði það vorið 1982. Getty/Jean Catuffe/Jeff Vinnick Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1. Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó Franski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Franski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira