Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. febrúar 2025 19:16 Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka, segir bankann hafa lokað á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára vegna gríðarlegrar aukningar í kortanotkun á síðunum. Getty/Stöð 2 Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann. Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann.
Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira