Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:23 Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 30 þúsund fermetra verslunar- og þjónustukjarna. Vísir/Egill Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar. Vogar Skipulag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar.
Vogar Skipulag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira