Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:03 Magnús Þór Jónasson, formaður KÍ, segir greinilegt að pólitík hafi verið í spilunum þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Ríkissáttasemjari kynnti innanhússtillögu sína í gær í von um að leysa kjaradeiluna og samþykktu kennarar hana strax. Svar frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga barst ekki fyrr en í hádeginu en hún hafnaði tillögunni. Kennarar í grunnskólum víðs vegar um landið lögðu í kjölfarið niður störf. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa stutt tillöguna. Magnús Þór Jónasson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við Sindra Sindrason fréttaþul um stöðuna í viðræðunum og viðbrögð sveitarfélaganna. Hver er staðan núna? „Eins og kemur hérna fram urðu heilmiklar vendingar í hádeginu. Þetta kom okkur á óvart og þessi gangur allur hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Nú bíðum við bara frétta frá ríkissáttasemja,“ segir Magnús. Hann hafi hitt ríkissáttasemjara fljótlega upp úr hádegi og farið yfir atburðarásin í gærkvöldi og í hádeginu. „Svo eftir því sem hefur liðið á daginn þá hafa hlutirnir komið betur í ljós. Það er greinilega pólitík í spilinu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýr borgarstjóri lyfti hulunni af því að yfirlýsingar sem voru birtar um samhljóma álit stjórnar sambandsins eru kannski ekki alveg réttar,“ segir hann. Mælirin hafi fyllst hjá kennurum Finnst þér líklegt að kennarar séu að fara að mæta í vinnuna á mánudag? „Dagurinn í dag var eitthvað sem kom okkur hjá Kennarasambandinu algjörlega í opna skjöldu,“ segir Magnús. Hann segir algjörlega skýrt að kennarar muni ekki gera samning án forsenduákvæðis. Sambandið hafi þegar samþykkt slíkt ákvæði í janúar en nú berist þveröfug svör. „Þegar þetta birtist í hádeginu í dag fylgdist mælirinn greinilega hjá kennurum. Staðan er grafalvarleg, ég hef sagt það í marga mánuði,“ segir hann. Sellur í stjórninni leiddar af Sjálfstæðisflokki og Framsókn Sveitarfélögin fullyrða að lögð hafi verið til meira en 22 prósenta hækkun meðan aðrir fengu fimmtán prósent. Einhverjir myndu segja að það væri ósanngjarnt. „Við höfum farið yfir það að það hafa verið ágætisviðræður um framtíðarmarkmið um sameiginlega vegferð ríkis, sveitarfélaga og kennarasambandsins til þess að ná sérfræðingum í fræðslugeiranum á réttan stað,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin hafi verið afdráttarlaus í því að vilja koma til móts við þennan launamun og ný borgarstjórn sé það líka. Málið strandi á öðrum sveitar- og bæjarstjórum. „Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ segir hann. „Íslenskir kennarar eru settir núna í þá stöðu að þurfa að standa á milli í slag sveitarfélaga og ríkis þar sem einn meirihluti ræður sveitarfélögunum og annar ræður ríkinu. Nú treystum við á það að menn girði sig í brók og klári þetta mál,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25 Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34 Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Ríkissáttasemjari kynnti innanhússtillögu sína í gær í von um að leysa kjaradeiluna og samþykktu kennarar hana strax. Svar frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga barst ekki fyrr en í hádeginu en hún hafnaði tillögunni. Kennarar í grunnskólum víðs vegar um landið lögðu í kjölfarið niður störf. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa stutt tillöguna. Magnús Þór Jónasson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við Sindra Sindrason fréttaþul um stöðuna í viðræðunum og viðbrögð sveitarfélaganna. Hver er staðan núna? „Eins og kemur hérna fram urðu heilmiklar vendingar í hádeginu. Þetta kom okkur á óvart og þessi gangur allur hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Nú bíðum við bara frétta frá ríkissáttasemja,“ segir Magnús. Hann hafi hitt ríkissáttasemjara fljótlega upp úr hádegi og farið yfir atburðarásin í gærkvöldi og í hádeginu. „Svo eftir því sem hefur liðið á daginn þá hafa hlutirnir komið betur í ljós. Það er greinilega pólitík í spilinu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýr borgarstjóri lyfti hulunni af því að yfirlýsingar sem voru birtar um samhljóma álit stjórnar sambandsins eru kannski ekki alveg réttar,“ segir hann. Mælirin hafi fyllst hjá kennurum Finnst þér líklegt að kennarar séu að fara að mæta í vinnuna á mánudag? „Dagurinn í dag var eitthvað sem kom okkur hjá Kennarasambandinu algjörlega í opna skjöldu,“ segir Magnús. Hann segir algjörlega skýrt að kennarar muni ekki gera samning án forsenduákvæðis. Sambandið hafi þegar samþykkt slíkt ákvæði í janúar en nú berist þveröfug svör. „Þegar þetta birtist í hádeginu í dag fylgdist mælirinn greinilega hjá kennurum. Staðan er grafalvarleg, ég hef sagt það í marga mánuði,“ segir hann. Sellur í stjórninni leiddar af Sjálfstæðisflokki og Framsókn Sveitarfélögin fullyrða að lögð hafi verið til meira en 22 prósenta hækkun meðan aðrir fengu fimmtán prósent. Einhverjir myndu segja að það væri ósanngjarnt. „Við höfum farið yfir það að það hafa verið ágætisviðræður um framtíðarmarkmið um sameiginlega vegferð ríkis, sveitarfélaga og kennarasambandsins til þess að ná sérfræðingum í fræðslugeiranum á réttan stað,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin hafi verið afdráttarlaus í því að vilja koma til móts við þennan launamun og ný borgarstjórn sé það líka. Málið strandi á öðrum sveitar- og bæjarstjórum. „Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ segir hann. „Íslenskir kennarar eru settir núna í þá stöðu að þurfa að standa á milli í slag sveitarfélaga og ríkis þar sem einn meirihluti ræður sveitarfélögunum og annar ræður ríkinu. Nú treystum við á það að menn girði sig í brók og klári þetta mál,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25 Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34 Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25
Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34
Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29