Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 13:48 Mikill fjöldi fréttamanna hefur fylgst með réttarhöldunum í Madrid sem nú er lokið með því að Luis Rubiales var dæmdur sekur um kynferðisofbeldi. Getty/Alberto Ortega Luis Rubiales, fyrrverandi formaður spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, með því að halda um höfuð hennar og kyssa hana á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. Þá má Rubiales ekki vera í 200 metra radíus við Hermoso né hafa samskipti við hana næsta árið. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023.Getty/Noemi Llamas Rubiales var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa neytt Hermoso til þess að ljúga því opinberlega að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Jorge Vilda, sem þjálfaði heimsmeistaraliðið, og þeir Rubén Rivera og Albert Luque hjá spænska knattspyrnusambandinu, voru einnig sýknaðir af ákæru um hið sama. Saksóknarar höfðu farið fram á að Rubiales yrði dæmdur til fangelsisvistar. Hermoso sagði við réttarhöldin að atvikið hefði varpað skugga á einn besta dag ævi hennar og að kossinn hefði svo sannarlega ekki verið með hennar samþykki. Því reyndi Rubiales að mótmæla en hann hefur nú verið fundinn sekur. Milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu kossinn enda átti hann sér stað í beinni útsendingu við verðlaunaafhendinguna, eftir að Spánn varð heimsmeistari í Ástralíu sumarið 2023. Hermoso, sem verður 35 ára í vor, hefur leikið 123 landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 57 mörk. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðshópinn sem á morgun mætir Belgíu í Þjóðadeildinni og svo Englandi fimm dögum síðar. Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. Þá má Rubiales ekki vera í 200 metra radíus við Hermoso né hafa samskipti við hana næsta árið. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023.Getty/Noemi Llamas Rubiales var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa neytt Hermoso til þess að ljúga því opinberlega að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Jorge Vilda, sem þjálfaði heimsmeistaraliðið, og þeir Rubén Rivera og Albert Luque hjá spænska knattspyrnusambandinu, voru einnig sýknaðir af ákæru um hið sama. Saksóknarar höfðu farið fram á að Rubiales yrði dæmdur til fangelsisvistar. Hermoso sagði við réttarhöldin að atvikið hefði varpað skugga á einn besta dag ævi hennar og að kossinn hefði svo sannarlega ekki verið með hennar samþykki. Því reyndi Rubiales að mótmæla en hann hefur nú verið fundinn sekur. Milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu kossinn enda átti hann sér stað í beinni útsendingu við verðlaunaafhendinguna, eftir að Spánn varð heimsmeistari í Ástralíu sumarið 2023. Hermoso, sem verður 35 ára í vor, hefur leikið 123 landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 57 mörk. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðshópinn sem á morgun mætir Belgíu í Þjóðadeildinni og svo Englandi fimm dögum síðar.
Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira