Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 15:02 Ægir Þór Steinarsson spilar tímamótalandsleik í kvöld en leikurinn á móti Ungverjum verður númer níutíu á landsliðsferlinum. FIBA Basketball Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn nítugasta landsleik fyrir Ísland og sama kvöld getur hann hjálpað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn. Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira