Barðist við tárin þegar hann kvaddi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 10:00 Danijel Dejan Djuric, fráfarandi leikmaður Víkings. Vísir/Ívar Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira