Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:31 Antony fagnar marki með Marc Roca, liðsfélaga sínum hjá Real Betis. Antony hefur haft næga ástæðu til að brosa að undanförnu. Getty/Joaquin Corchero Endurkoma fótboltatímabilsins í Evrópu gæti mögulega verið tilfærsla brasilíska knattspyrnumannsins Antony frá Manchester United til spænska félagsins Real Betis. Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira