Danir ausa milljörðum í varnarmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 22:52 Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“