Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:51 Arnór er kominn í heiðbláa treyju Malmö. Mynd/Malmö FF Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti. Sænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti.
Sænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira