Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 17:30 Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun