Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 15:03 Svo virðist sem að Arnór Sigurðsson sé að ganga í raðir Malmö í Svíþjóð. Getty/Gary Oakley Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira