Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar 18. febrúar 2025 21:33 Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun