Casemiro fer ekki fet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 19:01 Casemiro hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli en hefur mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarnar vikur. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira