Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 16:16 Arsene Wenger segir ólíklegt að Arsenal vinni titilinn og biður um aðstoð æðri máttarvalda. vísir/getty Arséne Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, kveðst biðja til Guðs að hans fyrrum lið vinni enska meistaratitilinn. Liverpool sé aftur á móti töluvert líklegra til þess. Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 25 af 38 umferðum eru afstaðnar. Liverpool missteig sig í miðri síðustu viku með jafntefli við Everton og þá vann liðið nauman 2-1 sigur á Wolves um helgina. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lék undir stjórn Wenger hjá félaginu.Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Arsenal hefur verið á fínu skriði. Liðið hefur unnið síðustu þrjá, sjö af síðustu níu og ekki tapað síðan í nóvember. Wenger, sem stýrði frá 1996 til 2018 og vann ensku úrvalsdeildina þrisvar með Lundúnaliðinu, segir Liverpool vera töluvert líklegri eins og sakir standa. „Þetta er einfalt. Þeir [Liverpool] þurfa að tapa leikjum. En eftir 25 leiki hefur Liverpool aðeins tapað einum. Þeir þurfa að tapa þremur, að minnsta kosti, í næstu 13 leikjum. Vegna þess er þetta ólíklegt sem stendur,“ segir Wenger sem kveðst biðja til æðri máttarvalda, fyrrum félags síns vegna. “I pray, I pray but I have to improve the quality of my praying.” Arsene Wenger says Liverpool clear favourites for the title.#LFC #Arsenal #Liverpool #EPL pic.twitter.com/ajBgqSnO1n— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) February 17, 2025 „Það er ekki nema að Liverpool hrynji, en liðið hefur bara tapað einum og er töluvert líklegra. Ofan á það þarf Arsenal að spila fullkomnlega til loka móts. Ég bið til Guðs fyrir þessu, en ég þarf líklega að bæta gæði bæna minna,“ segir Wenger. Ummælin lét Wenger falla í útsendingu katörsku sjónvarpsstöðvarinnar beIN Sports en þau má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 25 af 38 umferðum eru afstaðnar. Liverpool missteig sig í miðri síðustu viku með jafntefli við Everton og þá vann liðið nauman 2-1 sigur á Wolves um helgina. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lék undir stjórn Wenger hjá félaginu.Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Arsenal hefur verið á fínu skriði. Liðið hefur unnið síðustu þrjá, sjö af síðustu níu og ekki tapað síðan í nóvember. Wenger, sem stýrði frá 1996 til 2018 og vann ensku úrvalsdeildina þrisvar með Lundúnaliðinu, segir Liverpool vera töluvert líklegri eins og sakir standa. „Þetta er einfalt. Þeir [Liverpool] þurfa að tapa leikjum. En eftir 25 leiki hefur Liverpool aðeins tapað einum. Þeir þurfa að tapa þremur, að minnsta kosti, í næstu 13 leikjum. Vegna þess er þetta ólíklegt sem stendur,“ segir Wenger sem kveðst biðja til æðri máttarvalda, fyrrum félags síns vegna. “I pray, I pray but I have to improve the quality of my praying.” Arsene Wenger says Liverpool clear favourites for the title.#LFC #Arsenal #Liverpool #EPL pic.twitter.com/ajBgqSnO1n— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) February 17, 2025 „Það er ekki nema að Liverpool hrynji, en liðið hefur bara tapað einum og er töluvert líklegra. Ofan á það þarf Arsenal að spila fullkomnlega til loka móts. Ég bið til Guðs fyrir þessu, en ég þarf líklega að bæta gæði bæna minna,“ segir Wenger. Ummælin lét Wenger falla í útsendingu katörsku sjónvarpsstöðvarinnar beIN Sports en þau má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira