Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 11:03 Nabil Bentaleb fór í hjartastopp í júní á síðasta ári. Hjartastuðtæki þurfti til að koma honum til meðvitundar áður en hann gekkst undir aðgerð þar sem gangráður var græddur í hann. getty/Franco Arland Nabil Bentaleb, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille, skoraði í fyrsta leik sínum eftir að hafa farið í hjartastopp á síðasta ári. Bentaleb fór í hjartastopp í júní í fyrra og í kjölfarið var óttast að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Græddur var gangráður í Bentaleb í aðgerð sem hann gekkst undir eftir að hafa farið í hjartastoppið. Á miðvikudaginn fékk Alsíringurinn leyfi frá franska knattspyrnusambandinu til snúa aftur á völlinn og í gær spilaði sinn fyrsta leik eftir hjartastoppið. Bentaleb kom inn á sem varamaður í leik Lille gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni og var aðeins fjórar mínútur að koma gestunum yfir, 0-1. Chuba Akpom bætti öðru marki við skömmu seinna og gulltryggði sigur Lille. Endurkoma Bentalebs var samt aðalmálið og eftir leikinn sagði knattspyrnustjóri Lille að hún ætti heima á hvíta tjaldinu. „Þetta á skilið að vera í bíómynd. Hann á þetta skilið því ég trúi ekki á heppni. Hann trúði á sjálfan sig. Þetta er stórkostlegt, yndisleg saga,“ sagði Bruno Genesio, stjóri Lille. „Mark Nabils kom okkur í góða stöðu. Það er erfitt að lýsa því. Þetta gæti verið augnablik sem verður greypt í sögu félagsins, þessa tímabils og huga Nabils, að sjálfsögðu.“ Bentaleb gekk í raðir Lille frá Angers fyrir tveimur árum. Hann lék áður með Tottenham, Schalke og Newcastle United. Hákon var í byrjunarliði Lille í leiknum í gær og lék fyrstu 68 mínúturnar. Lille er í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig eftir 22 leiki. Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Bentaleb fór í hjartastopp í júní í fyrra og í kjölfarið var óttast að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Græddur var gangráður í Bentaleb í aðgerð sem hann gekkst undir eftir að hafa farið í hjartastoppið. Á miðvikudaginn fékk Alsíringurinn leyfi frá franska knattspyrnusambandinu til snúa aftur á völlinn og í gær spilaði sinn fyrsta leik eftir hjartastoppið. Bentaleb kom inn á sem varamaður í leik Lille gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni og var aðeins fjórar mínútur að koma gestunum yfir, 0-1. Chuba Akpom bætti öðru marki við skömmu seinna og gulltryggði sigur Lille. Endurkoma Bentalebs var samt aðalmálið og eftir leikinn sagði knattspyrnustjóri Lille að hún ætti heima á hvíta tjaldinu. „Þetta á skilið að vera í bíómynd. Hann á þetta skilið því ég trúi ekki á heppni. Hann trúði á sjálfan sig. Þetta er stórkostlegt, yndisleg saga,“ sagði Bruno Genesio, stjóri Lille. „Mark Nabils kom okkur í góða stöðu. Það er erfitt að lýsa því. Þetta gæti verið augnablik sem verður greypt í sögu félagsins, þessa tímabils og huga Nabils, að sjálfsögðu.“ Bentaleb gekk í raðir Lille frá Angers fyrir tveimur árum. Hann lék áður með Tottenham, Schalke og Newcastle United. Hákon var í byrjunarliði Lille í leiknum í gær og lék fyrstu 68 mínúturnar. Lille er í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig eftir 22 leiki.
Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira