Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 22:42 Albert Guðmundsson er fyrrverandi formaður Heimdallar og formaður Varðar. Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. „Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
„Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira