Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 23:33 Hélt marki sínu hreinu ásamt því að gefa sögulega stoðsendingu í 4-0 sigri á Newcastle. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Með stoðsendingu sinni gegn Newcastle United er Ederson, markvörður Manchester City, nú stoðsendingahæsti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira