„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:30 Rúben Amorim og Manchester United eru 12 stigum frá fallsæti. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn