Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 15:28 Veðrið hefur leikið skíðaáhugamenn grátt þennan febrúarmánuðinn. Vísir/Einar Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira