Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2025 10:00 Hákon Atli Bjarkason hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi og segir þetta vera með því skemmtilegra sem hann gerir. Vísir/Ívar Fannar Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag. Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan. Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan.
Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira