Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 14. febrúar 2025 18:31 Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB. Ísland fékk formlega stöðu umsóknarríkis (candidate status) í júlí árið 2010 en fyrstu mánuðirnir fóru í að bera saman löggjöf Íslands og ESB löggjöfina (acquis). Í framhaldi hófust formlegar aðildarviðræður. Á því eina og hálfa ári sem viðræðurnar stóðu yfir voru 27 málefnakaflar af þeim 33 sem undir eru í viðræðunum opnaðir og ræddir. Ekki náðist á þessum tíma að byrja að ræða af mikilli alvöru um það sem flestir telja helstu álitamálin; sjávarútveg, gjaldmiðilsmál, landbúnað, byggðastefnu og utanríkismálin. Þess ber að geta að uppygging viðræðanna gerði ráð fyrir að endað yrði á erfiðustu málunum. Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um stöðu efnahagsmála innan ESB í heild sinni og vinna þá með meðaltöl allra aðildarríkja sambandsins sem gefur ákveðan mynd af stöðu sambandsins en mjög takmarkaða mynd af stöðu einstakra ríkja innan þess og hvernig þeim farnast í efnahagssamstarfinu. Mun gleggri mynd getur fengist með því að skoða hvernig einstökum smáríkjum gengur að fóta sig í efnahagsumhverfi sambandsins og reyna að draga ályktanir út frá þeirri reynslu og máta Ísland inn í þann veruleika. Flest aðildarrríkin hafa tekið upp evruna (20 ríki) meðan önnur eru tengd evrunni í gegnum sérstakt samkomulag (ERM II, 2 ríki) og þriðji hópurinn annað hvort ætlar ekki að taka upp evruna (1 ríki) eða uppfyllir ekki Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunnar (4 ríki). Í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman nokkur smáríki ESB og stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum. Ég hef valið smáríki innan ESB sem eru hvað næst okkur landfræðilega, hvað líkust okkur efnahagslega, menningarlega og út frá stjórnsskipulagi. Fyrst ber að nefna þrjú af sex stofnríkjum sambandsins (1957) Benelúxlöndin, Belgíu, Holland og Lúxemborg (öll með evruna). Þá Danmörku (með krónu tengda evru) og Írland (með evru) sem gengu inn í sambandið í fyrstu bylgju stækkunnar sambandsins árið 1973. Síðan í fjórðu stækkun sambandsins árið 1995 töldu Finnland (með evru), Svíþjóð (með krónu) og Austurríki (með evru) sér best borgið með aðild. Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum þessara smáríkja auk Íslands í byrjun janúar 2025 (þessar tölur eru birtar með fyrirvara) en ættu að gefa nokkuð rétta mynd af stöðunni. Í fyrsta lagi sker Ísland sig verulega úr að því leiti að verðbólga er hér á landi er mun hærri en í samanburðarríkjunum og hefur líka verið þrálátari. Öll ríkin nema Holland (3.2%) og Belgía (3.1%) eru vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlanka Íslands um 2.5% verðbólgu. Í annan stað eru stýrivextir á Íslandi margfalt hærri en í öllum hinum ríkjunum eða yfir 8% á meðan stýrivextir í evruríkjunum eru 2.75% og í Danmörku og Svíþjóð 2.50%, hér munar um ein 6% í vöxtum. Kostnaður almennings og fyrirtækja því mun meiri en í samanburðaríkjunum og samkeppnisstaðan að sama skapi verri. Hvað atvinnuleysi varðar þá er það lægra á Íslandi en hinum ríkjunum sem flestir hafa talið jákvætt fyrir íslenskt samfélag, en þó er lítill munur á atvinnuleysistölum á Íslandi, Hollandi og Írlandi. Hagvöxtur var hærri í flestum þessum ríkjum sambandins hærri en á Íslandi á síðasta ári, en þó voru Finnland, Írland og Austurríki með örlítið lægri hagvöxt en Ísland eins og sést í töflunni. Við sjáum að verg landsframleiðsla á hvern íbúa út frá kaupmáttarjöfnuði er langhæst hjá Írum og í Lúxemborg og gefur til kynna að kaupmáttur almennings sé þar mestur af þessum ríkjum, en hvað lægstur hjá Finnum. Ísland er á svipuðum slóðum og Belgía, Svíþjóð, Danmörk og Holland. Land Stýrivextir (europa.eu, 2024) Verðbólga (europa.eu, 2024) Atvinnuleysi (europa.eu, 2024) Hagvöxtur (Statistica, 2024) Verg landsframleiðsla á mann út frá kaupmáttarjöfnuði (IMF, 2024) Svíþjóð 2.50 1.0 8.0 1.0 72.000 Danmörk 2.50 1.9 6.4 2.0 83.500 Holland 2.75 3.2 3.7 0.6 81.500 Belgía 2.75 3.1 5.5 1.1 73.200 Finnland 2.75 0.7 8.6 0 64.700 Írland 2.75 1.0 4.1 -0.2 127.700 Ísland 8.50 4.6 3.5 0.5 78.800 Lúxemborg 2.75 1.0 5.9 1.2 151.100 Austurríki 2.75 1.9 5.5 -0.6 73.000 Þetta eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að nota til að meta efnahagsástand og velferð innan ríkja eða ríkjasambanda. Skuldastaða ríkissjóðs Íslands væri mælikvarði sem kæmi líklega nokkuð vel út í sambanburði við þessi ríki. Einnig er rétt að hafa í huga að þetta er (punktstaða í tíma) en þessi punktstaða segir þó ákveðna sögu. Fróðlegt væri að sjá þessa mælikvarða teygða á síðustu 30 ár fyrir hvert og eitt ríki en ekki var heiglum hent að finna eða taka saman þá tölfræði. Höfundur er háskólakennari í HR og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB. Ísland fékk formlega stöðu umsóknarríkis (candidate status) í júlí árið 2010 en fyrstu mánuðirnir fóru í að bera saman löggjöf Íslands og ESB löggjöfina (acquis). Í framhaldi hófust formlegar aðildarviðræður. Á því eina og hálfa ári sem viðræðurnar stóðu yfir voru 27 málefnakaflar af þeim 33 sem undir eru í viðræðunum opnaðir og ræddir. Ekki náðist á þessum tíma að byrja að ræða af mikilli alvöru um það sem flestir telja helstu álitamálin; sjávarútveg, gjaldmiðilsmál, landbúnað, byggðastefnu og utanríkismálin. Þess ber að geta að uppygging viðræðanna gerði ráð fyrir að endað yrði á erfiðustu málunum. Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um stöðu efnahagsmála innan ESB í heild sinni og vinna þá með meðaltöl allra aðildarríkja sambandsins sem gefur ákveðan mynd af stöðu sambandsins en mjög takmarkaða mynd af stöðu einstakra ríkja innan þess og hvernig þeim farnast í efnahagssamstarfinu. Mun gleggri mynd getur fengist með því að skoða hvernig einstökum smáríkjum gengur að fóta sig í efnahagsumhverfi sambandsins og reyna að draga ályktanir út frá þeirri reynslu og máta Ísland inn í þann veruleika. Flest aðildarrríkin hafa tekið upp evruna (20 ríki) meðan önnur eru tengd evrunni í gegnum sérstakt samkomulag (ERM II, 2 ríki) og þriðji hópurinn annað hvort ætlar ekki að taka upp evruna (1 ríki) eða uppfyllir ekki Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunnar (4 ríki). Í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman nokkur smáríki ESB og stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum. Ég hef valið smáríki innan ESB sem eru hvað næst okkur landfræðilega, hvað líkust okkur efnahagslega, menningarlega og út frá stjórnsskipulagi. Fyrst ber að nefna þrjú af sex stofnríkjum sambandsins (1957) Benelúxlöndin, Belgíu, Holland og Lúxemborg (öll með evruna). Þá Danmörku (með krónu tengda evru) og Írland (með evru) sem gengu inn í sambandið í fyrstu bylgju stækkunnar sambandsins árið 1973. Síðan í fjórðu stækkun sambandsins árið 1995 töldu Finnland (með evru), Svíþjóð (með krónu) og Austurríki (með evru) sér best borgið með aðild. Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum þessara smáríkja auk Íslands í byrjun janúar 2025 (þessar tölur eru birtar með fyrirvara) en ættu að gefa nokkuð rétta mynd af stöðunni. Í fyrsta lagi sker Ísland sig verulega úr að því leiti að verðbólga er hér á landi er mun hærri en í samanburðarríkjunum og hefur líka verið þrálátari. Öll ríkin nema Holland (3.2%) og Belgía (3.1%) eru vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlanka Íslands um 2.5% verðbólgu. Í annan stað eru stýrivextir á Íslandi margfalt hærri en í öllum hinum ríkjunum eða yfir 8% á meðan stýrivextir í evruríkjunum eru 2.75% og í Danmörku og Svíþjóð 2.50%, hér munar um ein 6% í vöxtum. Kostnaður almennings og fyrirtækja því mun meiri en í samanburðaríkjunum og samkeppnisstaðan að sama skapi verri. Hvað atvinnuleysi varðar þá er það lægra á Íslandi en hinum ríkjunum sem flestir hafa talið jákvætt fyrir íslenskt samfélag, en þó er lítill munur á atvinnuleysistölum á Íslandi, Hollandi og Írlandi. Hagvöxtur var hærri í flestum þessum ríkjum sambandins hærri en á Íslandi á síðasta ári, en þó voru Finnland, Írland og Austurríki með örlítið lægri hagvöxt en Ísland eins og sést í töflunni. Við sjáum að verg landsframleiðsla á hvern íbúa út frá kaupmáttarjöfnuði er langhæst hjá Írum og í Lúxemborg og gefur til kynna að kaupmáttur almennings sé þar mestur af þessum ríkjum, en hvað lægstur hjá Finnum. Ísland er á svipuðum slóðum og Belgía, Svíþjóð, Danmörk og Holland. Land Stýrivextir (europa.eu, 2024) Verðbólga (europa.eu, 2024) Atvinnuleysi (europa.eu, 2024) Hagvöxtur (Statistica, 2024) Verg landsframleiðsla á mann út frá kaupmáttarjöfnuði (IMF, 2024) Svíþjóð 2.50 1.0 8.0 1.0 72.000 Danmörk 2.50 1.9 6.4 2.0 83.500 Holland 2.75 3.2 3.7 0.6 81.500 Belgía 2.75 3.1 5.5 1.1 73.200 Finnland 2.75 0.7 8.6 0 64.700 Írland 2.75 1.0 4.1 -0.2 127.700 Ísland 8.50 4.6 3.5 0.5 78.800 Lúxemborg 2.75 1.0 5.9 1.2 151.100 Austurríki 2.75 1.9 5.5 -0.6 73.000 Þetta eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að nota til að meta efnahagsástand og velferð innan ríkja eða ríkjasambanda. Skuldastaða ríkissjóðs Íslands væri mælikvarði sem kæmi líklega nokkuð vel út í sambanburði við þessi ríki. Einnig er rétt að hafa í huga að þetta er (punktstaða í tíma) en þessi punktstaða segir þó ákveðna sögu. Fróðlegt væri að sjá þessa mælikvarða teygða á síðustu 30 ár fyrir hvert og eitt ríki en ekki var heiglum hent að finna eða taka saman þá tölfræði. Höfundur er háskólakennari í HR og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun