„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 16:25 Jóhann Páll hikar ekki við að setja veiðimönnum stólinn fyrir dyrnar, ekki komi til greina annað en að veiðarnar standi undir sér. Nú liggur fyrir að óútskýrð fækkun hreindýra hefur átt sér stað og það hyggst ráðherra rannsaka. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt. Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt.
Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira