Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun