„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 21:14 Eftirför vitnisins hófst við Smáralind og lauk við Grímsbæ. Vísir/Vilhelm Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717.
Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira