Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig er í gildi á hluta Vesturlands vegna bikblæðinga og hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“ Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira