Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 15:08 Að minnsta kosti eitt barn er meðal þeirra sem árásarmaðurinn ók á. AP/Matthias Balk Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira