„Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2025 15:22 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir helmingslíkur á eldgosi nú. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira