Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 13:47 Gianni Infantino má að líkindum ekki fá sér í glas í Sádi-Arabíu, líkt og hann gat þökk sé undanþágum á HM í Katar. Harold Cunningham - FIFA/FIFA via Getty Images Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“ Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira