Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar