Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 06:41 Engar fregnir hafa borist af þróun málsins síðustu vikur en tillögur að breytingum á húsinu áttu að liggja fyrir í janúarlok, að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur vísað frá máli Búseta sem kærði ákvörðun byggingafulltrúa í Reykjavík um að synja kröfu um stöðvun framkvæmda að Álfabakka 2. Málinu er vísað frá þar sem byggingafulltrúi hefur þegar fyrirskipað stöðvun framkvæmda við kjötvinnslu í byggingu á reitnum. Um er að ræða „græna gímaldið“ svokallaða, sem íbúar á svæðinu og raunar fleiri hafa mótmælt harðlega að rísi í íbúðabyggð. Í kjölfar mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um málið ákvað byggingafulltrúi að stöðva framkvæmdir á þeim forsendum að nánari skoðun hafi leitt í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þyrfti betri grein fyrir rými undir kjötvinnslu en ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort tilkynnt hefði verið um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar og möguleg umhverfisáhrif hennar. Í bréfi byggingafulltrúa kom fram að honum kynni að vera heimilt að breyta eða fella byggingarleyfið úr gildi. Úrskurðarnefndin lítur svo á að byggingarfulltrúi hafi þannig að afturkallað hina kærðu ákvörðun þegar hann stöðvaði framkvæmdir. Bera megi nýja stjórnvaldsákvörðun í málinu undir nefndina. Þess má geta að úrskurðarnefndinni barst tilkynningin um stöðvun framkvæmda þann 30. janúar síðastliðinn en þar sagði að hlutaðeigandi hefði verið veittur sjö daga frestur til að koma fram skriflegum skýringum og athugasemdum. Sá frestur er þannig liðinn. Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Málinu er vísað frá þar sem byggingafulltrúi hefur þegar fyrirskipað stöðvun framkvæmda við kjötvinnslu í byggingu á reitnum. Um er að ræða „græna gímaldið“ svokallaða, sem íbúar á svæðinu og raunar fleiri hafa mótmælt harðlega að rísi í íbúðabyggð. Í kjölfar mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um málið ákvað byggingafulltrúi að stöðva framkvæmdir á þeim forsendum að nánari skoðun hafi leitt í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þyrfti betri grein fyrir rými undir kjötvinnslu en ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort tilkynnt hefði verið um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar og möguleg umhverfisáhrif hennar. Í bréfi byggingafulltrúa kom fram að honum kynni að vera heimilt að breyta eða fella byggingarleyfið úr gildi. Úrskurðarnefndin lítur svo á að byggingarfulltrúi hafi þannig að afturkallað hina kærðu ákvörðun þegar hann stöðvaði framkvæmdir. Bera megi nýja stjórnvaldsákvörðun í málinu undir nefndina. Þess má geta að úrskurðarnefndinni barst tilkynningin um stöðvun framkvæmda þann 30. janúar síðastliðinn en þar sagði að hlutaðeigandi hefði verið veittur sjö daga frestur til að koma fram skriflegum skýringum og athugasemdum. Sá frestur er þannig liðinn.
Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira