Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 18:32 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð
Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira