„Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Í þættinum lýsir Bergþór ótrúlegri lífsreynslu en hann skírði dóttur sína í höfuðið á björgunarþyrlunni TF-SIF. Skjáskot „Ég hef sagt að einu sinni hafi ég upplifað kulda á ævinni – ekkert annað toppar þetta. Maður var tilfinningalaus á höndum og fótum. Allar hugsanir og hreyfingar voru eins og í bíómynd sem var sýnd hægt. Þarna var bara spurning um tíma – hvað ég myndi endast kuldans vegna,“ segir Bergþór Ingibergsson, fyrrum stýrimaður á Barðanum GK, í nýjasta nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Níu menn börðust fyrir lífi sínu þegar báturinn strandaði við brimklettana út af Hólahólum yst á Snæfellsnesi 14. mars 1987. Lengi hírðust þeir allir inni í litlum kortaklefa - ýmist á kafi í sjó eða ekki og voru sumir vonlitlir um að halda lífi. Skipverjunum af Barðanum GK-475 var bjargað við sérlega erfiðar aðstæður.Stöð 2 „Þetta voru stöðug brot. Svo hreinsaðist allt út úr brúnni – aðeins rör og vírar stóðu út úr þilinu. Á endanum gátum við varla haldið okkur. Hallinn var það mikill að maður var bara láréttur í loftinu,“ segir Bergþór. Ég hefði átt að borga líftrygginguna Skipbrotsmennirnir vissu að þyrla var þeirra eina von, en þeir höfðu ekki vitneskju um hvort aðstæður byðu upp á þyrla kæmist til þeirra. „Ég hugsaði heim til konu og tveggja barna,“ segir Sigursteinn Smári Karlsson, matsveinn á Barðanum. „Það skaust upp í hugann að ég var ekki búinn að borga iðgjaldið af líftryggingunni: „Ohh, ég hefði átt að borga þetta um áramótin.“ Þegar þyrlan TF-SIF kom yfir slysstað var ekkert lífsmark að sjá um borð. Gríðarlega erfitt var að koma siglínu niður til skipbrotsmannanna. Þeir voru svo hífðir upp við illan leik, sumir sitjandi í björgunarlykkjunni. Þessi frækilega björgun er söguleg af mörgum ástæðum, ekki síst vegna þess að um fyrstu stóru björgun íslenskrar þyrlu var að ræða.Stöð 2 Páll Halldórsson, fyrrum þyrluflugstjóri, segir í þættinum að þá hefði honum ekki litist á blikuna og bað til Guðs um að allt endaði vel. Þetta var stærsta íslenska þyrlubjörgunin fram að þessu og markaði þáttaskil í rekstri flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Í þættinum hitta þeir Bergþór og Smári manninn sem bjargaði lífi þeirra, Pál, í fyrsta skipti eftir björgunina. Bergþór skírði dóttur sína í höfuðið á björgunarþyrlunni TF-SIF. Hún heitir Jórunn Sif. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Barðinn strandar Útkall Tengdar fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ „Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður. 1. febrúar 2025 11:03 Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03 Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Níu menn börðust fyrir lífi sínu þegar báturinn strandaði við brimklettana út af Hólahólum yst á Snæfellsnesi 14. mars 1987. Lengi hírðust þeir allir inni í litlum kortaklefa - ýmist á kafi í sjó eða ekki og voru sumir vonlitlir um að halda lífi. Skipverjunum af Barðanum GK-475 var bjargað við sérlega erfiðar aðstæður.Stöð 2 „Þetta voru stöðug brot. Svo hreinsaðist allt út úr brúnni – aðeins rör og vírar stóðu út úr þilinu. Á endanum gátum við varla haldið okkur. Hallinn var það mikill að maður var bara láréttur í loftinu,“ segir Bergþór. Ég hefði átt að borga líftrygginguna Skipbrotsmennirnir vissu að þyrla var þeirra eina von, en þeir höfðu ekki vitneskju um hvort aðstæður byðu upp á þyrla kæmist til þeirra. „Ég hugsaði heim til konu og tveggja barna,“ segir Sigursteinn Smári Karlsson, matsveinn á Barðanum. „Það skaust upp í hugann að ég var ekki búinn að borga iðgjaldið af líftryggingunni: „Ohh, ég hefði átt að borga þetta um áramótin.“ Þegar þyrlan TF-SIF kom yfir slysstað var ekkert lífsmark að sjá um borð. Gríðarlega erfitt var að koma siglínu niður til skipbrotsmannanna. Þeir voru svo hífðir upp við illan leik, sumir sitjandi í björgunarlykkjunni. Þessi frækilega björgun er söguleg af mörgum ástæðum, ekki síst vegna þess að um fyrstu stóru björgun íslenskrar þyrlu var að ræða.Stöð 2 Páll Halldórsson, fyrrum þyrluflugstjóri, segir í þættinum að þá hefði honum ekki litist á blikuna og bað til Guðs um að allt endaði vel. Þetta var stærsta íslenska þyrlubjörgunin fram að þessu og markaði þáttaskil í rekstri flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Í þættinum hitta þeir Bergþór og Smári manninn sem bjargaði lífi þeirra, Pál, í fyrsta skipti eftir björgunina. Bergþór skírði dóttur sína í höfuðið á björgunarþyrlunni TF-SIF. Hún heitir Jórunn Sif. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Barðinn strandar
Útkall Tengdar fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ „Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður. 1. febrúar 2025 11:03 Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03 Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
„Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ „Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður. 1. febrúar 2025 11:03
Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03
Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03