Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kosningavöku Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Vísir/Viktor Freyr Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. „Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
„Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira