Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 15:03 Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Hafnarfjörður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun