Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 15:58 Sjókvíaeldi í Berufirði. Þar drápust fleiri en 130.000 laxar eða þeim var fargað í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs. Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum. Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55