Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 21:33 ,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun