Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. febrúar 2025 11:47 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03