Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2025 09:16 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir ferðalanga verða að skoða veðurspá vel áður en þeir leggja af stað í langferðir í dag. Vísir Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið. „Það verður bæði hvasst og sviptivindasamt,“ segir Einar en hann fór yfir veðrið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi siðar í dag um land allt. Um klukkan 16 verða viðvaranir í gildi um land allt og verða í gildi til um miðnættis. Appelsínugul viðvörun er þegar í gildi á Austfjörðum en taka gildi klukkan 12 á Austurlandi, klukkan 16 á Vestfjörðum og klukkan 17 á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Átök í loftunum beggja vegna við okkur Einar segir lægðina fara norður yfir landið og stefna á Grænland og grynnist hratt. Á morgun taki við dimmur éljagangur. Hann segir átök í loftunum beggja vegna við okkur og þrýstiöfgar. „Á sama tíma og við erum með þessa djúpu lægð hér fyrir norðan land er loftþrýstingur að verða mjög hár yfir Skandinavíu,“ segir Einar og að svalt loft úr vestri sæki yfir Atlantshafið. „Og við lendum á þessu átakasvæði,“ segir hann og að það verði sviptingar í bæði vinda og hitastigi. Það verði ekki mjög kalt við þessar aðstæður og það líti út fyrir að þessi átök standi fram að næstu helgi og jafnvel lengur. Hann segir þennan lægðagang ekki óeðlilegan miðað við árstíma en hann geti verið hvimleiður fyrir okkur. Hann segir nokkuð mikið rými fyrir miklar sveiflur í veðri og það þurfi að ganga langt svo það geti talist óeðlilegt. Á síðasta ári hafi þó veðrið verið óeðlilegt að því leytinu til að það hafi verið norðanátt í nánast þrjá mánuði síðari hluta sumars. Gæti dottið í dúnalogn um miðjan mánuð Hann segir sumar spár gera ráð fyrir því að um miðjan febrúarmánuð detti allt í dúnalogn en setur þó þann fyrirvara á að þær spár byggi á mjög veikum forsendum eins og er. Einar segir að þegar kólnar í kjölfar lægðarinnar muni því fylgja nokkur hríð og það sé aldrei gott að vera á ferðinni þegar það fer saman hríð og mikill vindur. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem hyggur á langferðir á þessum árstíma. Það er ekki bara stuttur dagurinn, það eru líka sviptingar í veðrinu, og mikilvægt að menn fylgist mjög vel með og viti hvað þeir eru að gera.“ Veður Færð á vegum Bítið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Sjá meira
„Það verður bæði hvasst og sviptivindasamt,“ segir Einar en hann fór yfir veðrið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi siðar í dag um land allt. Um klukkan 16 verða viðvaranir í gildi um land allt og verða í gildi til um miðnættis. Appelsínugul viðvörun er þegar í gildi á Austfjörðum en taka gildi klukkan 12 á Austurlandi, klukkan 16 á Vestfjörðum og klukkan 17 á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Átök í loftunum beggja vegna við okkur Einar segir lægðina fara norður yfir landið og stefna á Grænland og grynnist hratt. Á morgun taki við dimmur éljagangur. Hann segir átök í loftunum beggja vegna við okkur og þrýstiöfgar. „Á sama tíma og við erum með þessa djúpu lægð hér fyrir norðan land er loftþrýstingur að verða mjög hár yfir Skandinavíu,“ segir Einar og að svalt loft úr vestri sæki yfir Atlantshafið. „Og við lendum á þessu átakasvæði,“ segir hann og að það verði sviptingar í bæði vinda og hitastigi. Það verði ekki mjög kalt við þessar aðstæður og það líti út fyrir að þessi átök standi fram að næstu helgi og jafnvel lengur. Hann segir þennan lægðagang ekki óeðlilegan miðað við árstíma en hann geti verið hvimleiður fyrir okkur. Hann segir nokkuð mikið rými fyrir miklar sveiflur í veðri og það þurfi að ganga langt svo það geti talist óeðlilegt. Á síðasta ári hafi þó veðrið verið óeðlilegt að því leytinu til að það hafi verið norðanátt í nánast þrjá mánuði síðari hluta sumars. Gæti dottið í dúnalogn um miðjan mánuð Hann segir sumar spár gera ráð fyrir því að um miðjan febrúarmánuð detti allt í dúnalogn en setur þó þann fyrirvara á að þær spár byggi á mjög veikum forsendum eins og er. Einar segir að þegar kólnar í kjölfar lægðarinnar muni því fylgja nokkur hríð og það sé aldrei gott að vera á ferðinni þegar það fer saman hríð og mikill vindur. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem hyggur á langferðir á þessum árstíma. Það er ekki bara stuttur dagurinn, það eru líka sviptingar í veðrinu, og mikilvægt að menn fylgist mjög vel með og viti hvað þeir eru að gera.“
Veður Færð á vegum Bítið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Sjá meira