Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 20:08 Röðin náði langt niður eftir götu og það var mikil stemning í röðinni. Vísir/Ragnar Dagur Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu. MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði. Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði.
Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira